Rafbílar, heimili og fyrirtæki hafa þegar tengst inn á snjallnet þar sem bílarafhlöður sjá samfélaginu fyrir orku. Við erum einnig að búa til endurnýtingarkerfi fyrir bílarafhlöður. Í Amsterdam mynda nýjar og notaðar Nissan LEAF-rafhlöður stærsta orkugeymslunet fyrir atvinnuhúsnæði í Evrópu. Í þorpinu Namie í Japan eru endurnýttar LEAF-rafhlöður notaðar til að knýja götuljós.
RAFMAGNAÐ LÍF
Hreyfing um rafknúnar samgöngur, nýja orkugjafa og sjálfbæran lífsstíl
ORKA FYRIR SNJALLARI BORGIR
AMSTERDAM-LEIKVANGURINN HITTIR Í MARK MEÐ RAFHLÖÐUM ÚR NISSAN LEAF
Rafhlöður úr Nissan LEAF tryggja stærsta leikvangi Amsterdam og raforkukerfi borgarinnar sjálfbærari og áreiðanlegri orku.
FRAMSÆKIN V2G-TÆKNI (VEHICLE-TO-GRID)
Nissan LEAF er eini bíllinn á markaðinum sem getur veitt rafmagni aftur inn á raforkukerfið. Við vinnum að því hörðum höndum að koma þessari hugvitsamlegu tækni í almenna dreifingu. Áður en langt um líður getur þú nýtt umframhleðslu á bílnum til að knýja raftæki heimilisins eða selt hana aftur inn á raforkunetið. Þannig gefurðu til baka á álagstímum og styður við innviði viðkomandi svæðis.
HVATNING TIL RAFMAGNAÐS LÍFS
Við hjá Nissan horfum á skipti yfir í rafmagn í víðara samhengi en eingöngu sjálfbærni. Þau bjóða upp á nýjan og spennandi heim. Nýjan hugsunarhátt. Við höldum því ótrauð áfram vinnu við snjallar og spennandi raforkulausnir.