Ástríða og metnaður Nissan fyrir fullkomnun við smíði bíla birtist einna skýrast í áherslu okkar á akstursíþróttir. Keppnisbílar sem skarta nafninu NISMO - (NISsan MOtorsport) – kappakstursdeild Nissan – njóta hylli þeirra sem aka þeim og virðingar keppinautanna.
Frammistaða
ALVÖRU PRÓFANIR
Auðvitað viljum við koma fyrst í mark en við lítum einnig á kappakstur sem tilraunavettvang þar sem hugvit og ververkkunnátta fá að njóta sín til fulls. Lærdóminn sem við öðlumst á þeirri vegferð nýtum við til að gera Nissan-bílinn þinn betri.
AKSTURSÍÞRÓTTIR
Hvort sem er í Japan eða Frakklandi, Dakar eða Daytona, hefur eldmóður okkar á sviði nýsköpunar gert Nissan Motorsport að ráðandi afli. Að vera fyrst í mark er okkur í blóð borið – hvort sem það er í hinum rómaða Skyline eða byltingarkennda rafbílnum NISMO ZEOD RC (e. Zero Emissions On Demand Race Car).
GLOBAL MOTORSPORT - NISMO RACING NEWS AND RESULTS
Fylgstu með fréttum og árangri úr akstursíþróttaheimi Nissan.
NISMO ZEOD RC
Árið 2014 kynnti Nissan NISMO ZEOD RC – fyrsta ökutækið í heiminum til að ljúka heilum hring knúinn rafmagni í hinni virtu sólarhringskeppni Le Mans.
VIÐ VILJUM DEILA ÞVÍ SEM VIÐ ELSKUM
Aðgangurinn sem við veitum aðdáendum okkar og fjölmiðlum er hornsteinn akstursíþróttamenningar okkar. NISMO háskólinn, sem verið er að hleypa af stokkunum, mun fjalla opinskátt um allt sem viðkemur tækninni. Fáðu frekari upplýsingar með því að fylgja @NISMO á Twitter og fylgdu okkur á Facebook, YouTube, Vine og Instagram.
NISMO-VEGAAKSTURSFJÖLSKYLDA
NISMO (NISsan MOtorsport) var stofnað af hæfileikaríkum (og sumir myndu segja helteknum) verkfræðingum fyrir 30 árum og endurspeglar það besta sem Nissan hefur fram að færa. NISMO býður upp á ökutæki sem eru innblásin af glæstri sögu akstursíþróttanna og gefur þér kappakstursupplifun í hverri ökuferð. Frá hinum fullkomna sportjeppa, Juke NISMO RS, til vandaðasta Z-bíls sem löglegur er á akvegum, 370Z NISMO, til hraðskreiðasta verksmiðjuframleidda bíls heimsins á hinni þekktu Nürburgring Nordschleife kappakstursbraut í Þýskalandi, GT-R NISMO. Hver og einn er frábærlega þróaður, glæsilega hannaður og það sem mestu máli skiptir knúinn af botnlausri ástríðu án þess að nokkru sé til sparað.
NISSAN JUKE NISMO RS
LÍTILL LÚXUSSPORTJEPPI, FÍNSTILLTUR Í KAPPAKSTRI
NISSAN 370Z NISMO
344 HESTÖFL MEÐ MARKMIÐ
NISSAN GT-R NISMO
EKKI BARA AFLIÐ
TAKUMI
Aðeins fjórum handverksmönnum í heiminum er heimilt að setja saman GT-R NISMO vélina og gera þeir það í höndunum. Þeir ganga undir heitinu
Takumi og hafa fullkomnað færni sína með áralangri krefjandi vinnu. Hver GT-R NISMO vél er sett saman af einum Takumi handverksmanni og ber hún skjöld með nafni hans. En þetta ferli krefst meira en framúrskarandi hæfileika. Einn Takumi handverksmaðurinn orðar það svona: „Við leggjum
sál okkar í hverja vél og vonum að það örvi viðskiptavini til dáða."
„Það fylgir því álag að merkja GR-T vélarnar með nafni okkar en á jákvæðan hátt - ekki þannig að við stressumst heldur verðum einbeittir. Og það kemur líka í veg fyrir að við slökum nokkuð á kröfunum.“
– Tsunemi Oyama
GT-AKADEMÍAN
Hvað gerist þegar þú sækir úrvals Gran Turismo tölvuleikjaspilara inn í stofu og setur þá í bílstjórasætið á Nissan akstursíþróttaökutæki? Árið 2008 héldu Nissan og Sony í fyrsta skipti GT Academy til að komast að því. Síðan þá hefur verkefnið storkað bæði almennri skynsemi og hefðum akstursíþróttanna. Akademían finnur fólk sem er framúrskarandi tölvuleikjaspilarar og á nokkrum mánuðum breytir hún því í atvinnuökumenn fyrir Nissan.
NISMO TV
Skoðaðu myndbönd úr GT-akademíunni frá einu keppninni þar sem leikjaspilarar frá 30 löndum safnast saman í kappakstursbúðum og fá þjálfun sem atvinnumenn í kappakstri. Milljónir sækja um. En aðeins einn vinnur.