Hugmyndabílar IDx FreeFlow
Hugmyndabíllinn IDx Freeflow endurspeglar næmi hönnuða sinna, sýn fólks sem sækist eftir náttúrulegum og smekklegum hlutum í öllum þáttum daglegs lífs. Innra rými þessa fjögurra sæta hugmyndabíls er vandlega valin blanda af nýtísku notagildi og þægindum í hönnun sem ólgar af sköpunargleði og frumleika. Innra rýmið á að minna á stofu inni í bíl þar sem eigandinn og vinir hans geta slakað á.