Þú getur hlaðið hann heima hjá þér á meðan þú sefur. Eða á meðan þú verslar í matinn. Hleðsla rafbíla frá Nissan verður stöðugt hraðari og einfaldari. Kynntu þér allt sem þú þarft að vita um hleðslu.
AÐ EIGA RAFBÍL FRÁ NISSAN
SPURNINGUM ÞÍNUM UM HLEÐSLU RAFBÍLA SVARAÐ
Vehicle to Grid
Nissan er að skoða skilvirkni V2G-tækninnar (tengingu bíla inn á raforkukerfi) í mismunandi borgum í Evrópu og stefnir að frekari þróun í þeim efnum. Með V2G geta eigendur rafbíla frá Nissan hlaðið bílana utan álagstíma, þegar rafmagnsverð er lægra, og veitt rafmagni úr rafhlöðu bílsins aftur inn á raforkunetið á háannatímum og fengið greitt fyrir.
HVERT ER DRÆGI RAFBÍLA FRÁ NISSAN?
Með 40kWh-rafhlöðunni komast rafbílar frá Nissan lengra en þig hefði órað fyrir. e-NV200 dregur nú 200 km (WLTP-prófun í blönduðum akstri) á einni hleðslu – það er 60% lengra en eldri kynslóð rafhlöðunnar. Nýr Nissan LEAF dregur 270 km (WLTP-prófun í blönduðum akstri).
ECO-STILLING: SPARAÐU ORKU Á FERÐINNI
Kveiktu á Eco-stillingu til að takmarka vélarafl og spara endingu rafhlöðunnar í Nissan. Litlar breytingar geta haft mikið að segja.
ENDURNÝTING HEMLAAFLS
Eðlisfræðin segir okkur að ekki er hægt að búa til eða eyða orku. Hún getur eingöngu umbreyst. Rafbílar frá Nissan eru búnir endurnýtingu hemlaafls til að endurheimta hluta þeirrar hreyfiorku sem myndi glatast með hefðbundnum hemlum. Þannig er hægt að hlaða rafhlöðuna og auka drægi hverrar hleðslu.
NISSANCONNECT EV-FORRITIÐ
Hitaðu upp farþegarýmið áður en þú stígur inn í bílinn. Kannaðu drægið, hleðslustöðuna og margt fleira í snjallsímanum.
8 ÁR / 160.000 KM – ÁBYRGÐ Á SKERTUM AFKÖSTUM NÝRRAR RAFHLÖÐU
Við ábyrgjumst vöruna okkar. Þess vegna fylgir 8 ára/160.000 km ábyrgð (hvort sem kemur á undan) á afköstum rafhlöðunnar í öllum nýjum rafbílum og rafdrifnum sendiferðabílum frá Nissan.