GDPR (General Data Protection Regulation) Vernda gögnin þín
Okkur er umhugað um persónuvernd þína
Persónuverndarstefna Nissan
Verndun á upplýsingum sem þú deilir með okkur er mjög mikilvæg. Hérna eru nokkrir gagnlegir punktar um hverju við söfnum, af hverju við söfnum því, hvernig við notum það og hverjum við deilum því með. Ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur.
1. Hvers vegna söfnum við gögnum?
Með því að halda utan um upplýsingar þínar getum við veitt betri og persónulegri þjónustu.
Við notum upplýsingarnar þínar til að bæta þjónustu okkar til þín, til að vinna hraðar úr beiðnum og til að tryggja að samband okkar sé betra. Við getum nýtt upplýsingar þínar á eftirfarandi hátt:
- Tryggja að söluaðili eigi auðvelt með að hafa samband við þig
- Veita þér þær upplýsingar sem þú hefur óskað eftir
- Senda þér viðeigandi upplýsingar um ökutæki og þjónustu
- Mæla frammistöðu auglýsinganna okkar
- Mæla frammistöðu sölu og þjónustu
- Að bæta vöru úrval, þjónustu og upplýsingar
Með fyrirvara um fyrirfram samþykki gætum við einnig notað persónuupplýsingar þínar til að:
- Senda persónulegar auglýsingar um ökutæki, vörur og þjónustu
- Veita persónulega upplifun á viðskiptum
- Framkvæma kannanir á þjónustu til viðskiptavina
2. Hvaða gögnum söfnum við?
Ef við sendum þér eitthvað, þá á það að höfða til þín. Þess vegna söfnum við upplýsingum.
Allar upplýsingar sem við eigum hafa að öllum líkindum verið veitt af þér. Þú gætir hafa fyllt út eyðublað vegna reynsluaksturs eða sent okkur fyrirspurn í gegnum vefinn. Upplýsingar sem við eigum gætu verið:
- Persónulegar upplýsingar (nafn, heimilisfang, tölvupóstur, sími)
- Uppruni og tegund beiðnar
- Upplýsingar um kaup (kaup á vöru eða þjónustu)
- Gögn um notkun á vef Nissan
3. Hversu lengi geymum við gögnin þín?
Taflan hér að neðan lýsir hámarks tíma sem við geymum persónuupplýsingar þínar. Þegar tíminn rennur út eru gögnin þín örugglega fargað.
Tilgangur |
Geymslu tími: |
Upplýsingar veittar af viðskiptavinum með fyrir fram samþykki. |
5 ár. |
Viðeigandi upplýsingar sem eru sendar á tengiliðaskrá varðandi ökutæki, þjónustu, þjónustukannanna og til að mæla árangur auglýsinga |
5 ár hjá viðskiptavinum annars 3 ár. |
Sérsniðnar persónulegar upplýsingar sem sendar eru á viðskiptavini um vöru eða þjónustu. |
5 ár hjá viðskiptavinum annars 3 ár. |
Niðurstöður úr þjónustukönnunum |
Líftíma könnunar. |
4. Með hverjum deilum við gögnum?
Við gætum deilt persónulegum upplýsingum þínum með samstarfsaðilum okkar til að bæta þjónustu. Við treystum engum fyrir þínum upplýsingum sem við persónulega myndum ekki treysta sjálf. Þannig tryggjum við að þeir séu eins skuldbundnir og við varðandi verndun á gögnin þín og upplýsingum.
5. Hver eru réttindi þín?
Þú getur fengið aðgang að persónulegum gögnum eða óskað eftir því að það verði eytt eða breytt hvenær sem er. Þú getur einnig beðið okkur um að bæta við persónulegum upplýsingum svo við getum veitt þér betri þjónustu.
Þú getur mótmælt því að gögnin þín séu notuð af okkur eða óskað þess að notkun þeirra sé takmörkuð.
Til að leggja fram beiðni eða kvörtun, vinsamlegast sendu tölvupóst á bl@bl.is
Og að lokum, ef þú telur það nauðsynlegt, hefur þú rétt til að leggja fram kvörtun hjá lögbærum gagnaverndaryfirvöldum.